Fjölbreytt starfsemi í 65 ár
Frá stofnun hafa verkefni Akurs verið fjölbreytt og margvísleg. Á löngum starfstíma hafa áherslur breyst og ný tækifæri myndast. Fyrirtækið hóf byggingu fjölbýlishúsa árið 1969 og hafa nú verið byggð 15 slík með 238 íbúðum. Árið 1980 hóf fyrirtækið framleiðslu á húsum úr forsmíðuðum timbureiningum. Þau hafa verið reist um land allt. Í dag eru megin áherslur fyrirtæksins framleiðsla á timbureiningahúsum ásamt almennri trésmíðaþjónustu.

Við byggjum fyrir þig
Frá árinu 1980 hefur Akur framleitt timbureiningahús og önnur forsmíðuð hús. Við höfum framleitt vinnubúðir, skrifstofuhús, leikskóla, íbúðarhús og sumarhús. Skoðaðu teikningarnar okkar af íbúðarhúsunum eða sumarhúsunum og kannað hvort þú finnur hús við þitt hæfi. Lagfæringar og breytingar á teikningum vinnum við ávallt með fólki sem er í byggingarhugleiðingum.


AKURShús - fljótlegur og hagkvæmur kostur
Akurshúsin eru misjöfn að stærð og gerð. Uppsetningartími ræðst af m.a. af þeim ástæðum. Almennt má reikna með tveggja til þriggja vikna verktíma á fokheldu húsi, þ.e. byggingarstig I skv. húsabæklingi.
Hafðu samband:
s. 430 6600
Spurningar?
Við aðstoðum þig.
Takk fyrir að hafa samband Trésmiðjuna Akur.
Við svörum þér eins fljótt og auðið er.
Villa í formi.



