Sérteikningar og framleiðsla
Frá árinu 1980 hefur Trésmiðjan Akur sérhæft sig í hönnun, framleiðslu og reisningu á húsum úr forsmíðuðum timbureiningum. Framleiðsla á íbúðar- og frístundahúsum er megin stoðin hjá fyrirtækinu. Við vinnum með væntanlegum kaupendum við allt framleiðsluferlið frá hönnun og gerð teikninga, þar til húsi er skilað á því byggingarstigi sem kaupendur kjósa. Við hjálpum kaupendum með að finna aðra iðnaðarmenn og verktaka sem þurfa að koma að byggingunni, s.s. jarðvinnuverktökum, rafvirkjum, pípurum málurum og fleirum.


Hvað bjóðum við?
- Sérteiknuð hús. Þú færð hús hannað eftir þínum þörfum, óskum og deilskipulagsskilmálum.
- Heildarferli frá hönnun til afhendingar – Við sjáum um alla ferla: hönnun, teikningar, samþykki hjá viðkomandi sveitarfélagi, framleiðslu og afhendingu.
Hönnunarferlið
- Viðtal og þarfagreining – Við byrjum á fundi með þér til að skilja þarfir og óskir.
- Teikningar & tillögur – Við hönnum hús út frá þinni sýn og lóðaskilmálum.
- Samráð við aðra hönnuði – Tryggir að allar lausnir séu samþykktar og byggingarhæfar.
- Byggingarleyfi hjá sveitarfélagi – Við hjálpum með allar umsóknir ef þess þarf.

Framleiðsla og afhending
- Nákvæm og skilvirk forsmíði – Allir húshlutar eru smíðaðir innandyra í verksmiðju við bestu aðstæður.
- Stuttur byggingartími á staðnum – Uppsetning á undirstöður er tvær til þrjár vikur og fer eftir stærð og tegund húsgerða.
- Gæðavottuð efni og byggingaraðferðir – Við notum eingöngu traust og viðurkennd efni og fylgjum byggingarreglugerð í hvívetna.
- Fyrirfram ákveðinn afhendingartími – Engin óvissa um hvenær þú færð húsið þitt afhent.
Hverjir kaupa hjá okkur?
- Einstaklingar sem vilja byggja draumahúsið sitt
- Fólk með sumarhúsalóðir eða ferðamannarekstur
- Verktakar sem vilja hagkvæmar og fljótlegar lausnir
- Sveitarfélög og fyrirtæki
