Hagnýtar upplýsingar

Að byggja hús er ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur á lífsleiðinni. Það snýst meðal annars um að ákveða hvað hentar þér og þinni fjölskyldu best. Skoða þarf fjölda herbegja, stærðir rýma og skipulag innanhúss áður en ákvörðun er tekin. Við leggjum áherslu á að þú ráðir þeirri för og reynum að aðstoða þig við að finna rétta húsið og bestu lausnirnar við það.

Einnig þarf að huga að lóðinni sem áætlað er að húsið standi á. Upplýsingar um skilmála og annað sem tengist lóðinni fást hjá viðkomandi sveitarfélagi. Skoða þarf vel aðkomu að lóð og afstöðu gagnvart sólu.

Hvar skal byrja?

Greiðslumat

Best er að byrja hjá viðskiptabankanum þínum og fá greiðslumat svo þú vitir hvaða kosti þú hefur varðandi stærð á húsi og annað val varðandi það.

Lóðarumsókn

Á einhverjum tímapunkti þarf að sækja um lóð og þá er gott að hafa í huga þá þætti er hafa verið nefndir hér að framan.

Verktíminn

Áður en byrjað er vilt þú vita hvenær þú getur fengið húsið þitt afhent og gert áætlanir í sambandi við allt annað sem þú þarft að ákveða varðandi hina ýmsu verkþætti sem vinna þarf til að fullgera húsið.

Tilboðsferill

Þegar þú hefur tekið ákvörðun um Akurhús við þitt hæfi, er næsta skref að fá endanlegt tilboð. Tilboðsferillinn getur verið allt að tveimur vikum. Með tilboði fylgir nákvæm byggingarlýsing þar sem tekið er á þeim verkþáttum sem innifaldir eru í tilboði ásamt áætlun um verktíma.

Verkferill

Fyrsta skrefið er undirritun verksamnings um byggingu og fylgiskjala sem eru byggingarlýsingin. Ef þú villt að Trésmiðjan Akur taki að sér að vera byggingastjóri samanber ákvæði byggingarreglugerðar þá er það auðsótt mál. Einnig getum við haft milligöngu um að ráða aðra verktaka til starfa við húsbygginguna, svo sem jarðvinnuverktaka, rafvirkja, pípulagningarmenn o.fl. Einnig getur Trésmiðjan Akur tekið að sér smíði og reisningu á sökklum og botnplötu.

Verkferlið


  • Hönnun og gerð uppdrátta
  • Sótt um byggingarleyfi.
  • Gröftur og fyllingar
  • Steypa sökkulveggja.
  • Fylling inn í sökkla og lagnir.
  • Gólfplata og lagnir.
  • Reisning hússins.