Contact Us

New Button

Verkferlið

  • Hönnun og gerð uppdrátta

Strax eftir gerð verksamnings er vinna við uppdrætti sett af stað. Vinna við aðaluppdrætti getur tekið allt að fjórum vikum frá undirritun.


  • Sótt um byggingarleyfi.

Þegar aðaluppdrættir eru tilbúnir og búið að ráða byggingarstjóra ásamt iðnmeisturum er næsta skref að leggja inn umsókn um byggingarleyfið. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvað það tekur langan tíma að afgreiða byggingarleyfisumsóknir.

  • Gröftur og fyllingar

Eftir að byggingarleyfi hefur verið gefið út er hægt að hefja jarðvinnu við húsið. Grafið er  fyrir húsi og fylling er sett í rétta hæð undir sökkulveggi.

  • Steypa sökkulveggja.

Næst er slegið upp mótum fyrir sökkulveggi og þeir steyptir. Í sökkulveggi þarf að steypa inn Ø12 mm skrúfteina sem útveggjaeiningar eru síðan festar við. Áður en fylling er sett milli sökkulveggja þarf að einangra þá með sökkuleinangrun.

  • Fylling inn í sökkla og lagnir.

Eftir að búið er að fylla inn á milli sökkulveggja eru fráveitulagnir lagðar í grunn og utan með sökkulveggjum ásamt ídráttarrörum fyrir rafmagn, síma, vatn og hitaveitu. Best er að ganga frá öllum þessum lögnum strax út að lóðamörkum þar sem heimæðar eru. Síðan er fyllt að sökkulveggjum með malarfyllingu og í bílastæði. Þegar þessi verkþáttur er búinn er hægt að grófjafna lóð.

  • Gólfplata og lagnir.

Þegar jarðvinnuverktaki hefur lokið við að setja fyllingu í rétta hæð er gólfeinangrun sett niður og steypustyrktarjárn þar ofan á og komið fyrir í réttri hæð. Milli gólfplötu og sökkulveggja er sett 25 mm plasteinangrun sem slítur kuldabrú þar á milli. Oft eru neysluvatnslagnir lagðar “rör í rör” og þá oftast komið fyrir ofan á plasteinangrun, ef um gólfhitalagnir er að ræða, en þær eru oftast bundnar við steypustyrktarjárn í gólfplötunni. Þegar allar lagnir eru komnar á sinn stað er hægt að steypa gólfplötuna.

  • Reisning hússins.

Þegar gólfplata hefur verið steypt er komið að reisningu á húsinu. Verktími á byggingarstað er mismunandi eftir stærð og gerð húsa og á hvað byggingarstigi húsið er afhent. Ef um einfalt hús er að ræða og það afhent fullbúið að utan en óeinangrað að innan má reikna með um það bil tveggja vikna verktíma.