Endurbætur og viðhald

Við höfum mikla reynslu í margvíslegum endurbótum og viðhaldsverkum á hvers konar húsnæði og unnið mörg slík verkefni, stór sem smá, fyrir opinbera aðila og einstaklinga. Verkefni sem um ræðir eru aðallega gluggaskipti, endurbætur á vegg- og þakklæðningum utandyra. Innandyra eru það endurbætur gólfefnum og öðru tréverki innanhúss.

Allt á einni hendi


Kostirnir við að leita til okkar með endurbætur og viðgerðir eru;

  • Við gerum úttekt og greiningu á verkefninu.
  • Veitum ráðgjöf og komum með tillögur að úrbótum.
  • Sjáum um hönnun og gerð teikninga ef með þarf.
  • Erum í samskiptum við viðkomandi sveitarfélag ef með þarf.
  • Gerum verðáætlun í verkið.
  • Tryggjum að framkvæmd verksins sé innan fyrirfram ákveðins verktíma.