Byggingarstig I


Húsið er uppsett og fullbúið að utanverðu með timburklæðningu. Gluggar og útihurðir eru ísett og glerjuð með tvöföldu einangrunargleri. Bílskúrshurð uppsett með brautum. Þak er fullfrágengið með lituðu bárustáli. Þakkantar klæddir að framan og undir og frágengnir með þakrennum og niðurfallsrörum. Að innan er húsið óeinangrað og án allra milliveggja.

  • Útveggjaeiningar
  • Gluggar
  • Útihurðir
  • Bílskúrshurðir
  • Kraftsperrur
  • Annað efni

Byggingarstig II


Hús sem er afhent á byggingarstigi II er búið að einangra og klæða að innan. Útveggir eru einangraðir með 145 mm þéttull og þak með 220 mm þakull. Á útveggi og í loft er sett rakavörn, lagnagrindur og klæðning. Milliveggir er uppsettir og klæddir. Hér er nánar gerð grein fyrir verkferlinum í þeirri röð sem verkið er unnið og því efni sem reiknað er með við uppsetningu á 2. byggingarstigi.

  • Veggur milli bílgeymslu og íbúðar
  • Einangrun þaks og útveggja
  • Rakavarnarlag í loft og á útveggi
  • Afréttigrind/lagnagrind í loft og á útveggi
  • Klæðing lofta
  • Klæðing útveggja
  • Áfellur kringum glugga og útihurðir
  • Milliveggir
  • Annað efni