Frístundahús í Birkihlíð
Frístundahús í Birkihlíð
Það hefur viðrað vel til byggingarvinnu síðustu daga og vikur og í byrjun þessarar viku hófu starfsmenn Akurs reisningu á frístundahúsi í landi Kalastaða í Hvalfirði. Frístundasvæðið ber heitið Birkihlíð og er þetta fimmta húsið sem Akur reisir á þessu svæði.
Framkvæmdir hófust í byrjun október síðast liðinn. Þeir verktakar sem vinna að verkinu með Akri eru Borgarverk ehf. í Borgarnesi sem sér um jarðvinnu, Ávalt ehf. á Akranesi sá um undirstöður, Halldór Fannar Halldórsson pípulagningarmeistari á Akranesi sér um pípulagnir og Rafdreifing ehf. í Mosfellsbæ sér um raflagnir.
Húsið sem eru rúmir 60 fermetrar að stærð er hefðbundið að formi og er með risþaki og skyggni framan við stofu og eldhús, það er með litaðri timburklæðningu á útveggjum og eru gluggar og útihurðir með álklæðningu að utan.



