Frístundahús í Birkihlíð

December 5, 2025

Frístundahús í Birkihlíð

Það hefur viðrað vel til byggingarvinnu síðustu daga og vikur og í byrjun þessarar viku hófu starfsmenn Akurs reisningu á frístundahúsi í landi Kalastaða í Hvalfirði. Frístundasvæðið ber heitið Birkihlíð og er þetta fimmta húsið sem Akur reisir á þessu svæði.

Framkvæmdir hófust í byrjun október síðast liðinn. Þeir verktakar sem vinna að verkinu með Akri eru Borgarverk ehf. í Borgarnesi sem sér um jarðvinnu, Ávalt ehf. á Akranesi sá um undirstöður, Halldór Fannar Halldórsson pípulagningarmeistari á Akranesi sér um pípulagnir og Rafdreifing ehf. í Mosfellsbæ sér um raflagnir.

Húsið sem eru rúmir 60 fermetrar að stærð er hefðbundið að formi og er með risþaki og skyggni framan við stofu og eldhús, það er með litaðri timburklæðningu á útveggjum og eru gluggar og útihurðir með álklæðningu að utan.

November 20, 2025
Sextíuogsex ár
October 9, 2025
Í síðustu viku undirrituðu Trésmiðjan Akur og Sorpurðun Veturlands samnings þess efnis að Akur byggir nýtt starfsmanna- og þjónustuhús, sem verður sett upp í Fíflholtum á Mýrum. Nýja húsið verður sett á sama stað og núverandi þjónustuhús stendur, en það var sett niður til bráðabirgða árið 1999. Áætlað er að afhenda hið nýja hús í lok maí á næsta ári.
By Halldór Stefánsson September 10, 2025
Í dag fer ný heimasíða Trésmiðjunnar Akurs í loftið. Það er Mikael Matthíasson hjá fyrirtækinu Stefnu ehf sem hefur haft veg og vanda að gerð síðunnar og þökkum við fyrir samstarfið við gerð hennar.