Brot úr 65 ára sögu
December 22, 2024

Árið er 2001. Í upphafi ársins var Trésmiðjan Akur fengin til að meta ástand turnsins á Akraneskirkju. Niðurstaðan var að endurbyggja þyrfti turninn frá grunni. Verkfræðistofan Hönnun á Akranesi var fengin til að gera byggingaruppdrætti og sjá um verkfræðilega hönnun. Turninn var byggður nákvæmlega eftir þeim gamla og kom Húsafriðunarnefnd ríkissins einnig að verkefninu. Smíði turnsins byrjaði á vormánuðum 2002 og lauk í júní sama ár. Smíðin fór fram innandyra á verkstæði Akurs og var turninn síðan fluttur og hífður á sinn stað af Skóflunni á Akranesi.

May 27, 2025
Fyrir nokkrum dögum kláruðu Akursmenn uppsetningu og frágang að utan á glæsilegu húsi sem staðsett er í Hegranesi í Skagafirði. Húsið er klætt að utan með standandi timburklæðningu og láréttri báruálklæðningu. Samstarfsaðilar Akurs við framkvæmdina voru: Nordan ísland ehf. Gylfaflöt 3 Reykjavík. Gluggar og útihurðir frá þeim eru úr timbri með álklæðningu að utan. GSG Þaklagnir Smiðshöfða 19 Reykjavík. Á þaki er PVC þakdúkur sem GSG Þaklagnir sá um að setja niður og ganga frá. Á næstu vikum mun Akur ljúka við frágang að innan fyrir kaupendur hússins.

May 6, 2025
Mánudaginn 5. maí s.l. var lagt af stað með timbureiningahús frá Akri. Húsið sem er hannað og teiknað sérstaklega fyrir kaupendur er um 124 m2 að stærð á einni hæð og mun rísa í Hegranesi í Skagafirði. Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi sá um að flytja húseiningar og efni fyrir okkur á byggingarstað. Nú eru vaskir menn frá Akri að reisa húsið sem mun á endanum verða skilað til eigenda tilbúnu undir tréverk síðar í sumar.