Akurshús í Skagafjörðinn

May 6, 2025

Mánudaginn 5. maí s.l. var lagt af stað með timbureiningahús frá Akri. Húsið sem er hannað og teiknað sérstaklega fyrir kaupendur er um 124 m2 að stærð á einni hæð og mun rísa í Hegranesi í Skagafirði. Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi sá um að flytja húseiningar og efni fyrir okkur á byggingarstað.

Nú eru vaskir menn frá Akri að reisa húsið sem mun á endanum verða skilað til eigenda tilbúnu undir tréverk síðar í sumar.

By Halldór Stefánsson September 10, 2025
Í dag fer ný heimasíða Trésmiðjunnar Akurs í loftið. Það er Mikael Matthíasson hjá fyrirtækinu Stefnu ehf sem hefur haft veg og vanda að gerð síðunnar og þökkum við fyrir samstarfið við gerð hennar.
May 27, 2025
Fyrir nokkrum dögum kláruðu Akursmenn uppsetningu og frágang að utan á glæsilegu húsi sem staðsett er í Hegranesi í Skagafirði. Húsið er klætt að utan með standandi timburklæðningu og láréttri báruálklæðningu. Samstarfsaðilar Akurs við framkvæmdina voru: Nordan ísland ehf. Gylfaflöt 3 Reykjavík. Gluggar og útihurðir frá þeim eru úr timbri með álklæðningu að utan. GSG Þaklagnir Smiðshöfða 19 Reykjavík. Á þaki er PVC þakdúkur sem GSG Þaklagnir sá um að setja niður og ganga frá. Á næstu vikum mun Akur ljúka við frágang að innan fyrir kaupendur hússins.
December 23, 2024
Starfsfólk Trésmiðjunnar Akurs óskar viðskiptavinum sínum og samstarfsfólki gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Það verður lokað hjá okkur milli jóla og nýárs og fram í janúar. Opnum aftur mánudaginn 6. janúar.